Friday, October 05, 2007


Oh hvað maður ætlar að vera með gott blogg, maður sest svo niður og er bara algerlega tómur!

Skólinn er voða áhugaverður, við erum að vinna rosa mikið af líkamlegri vinnu og sumar æfingarnar eru bara ótrúlega erfiðar í einfaldleika sínum! T.d. er æfing sem ég hef kallað "just do it" (aðeins á þessu bloggi samt) sem er t.d. þannig að þú átt að ganga inní herbergi, ganga að stól og setjast niður í hann.... thats ALL! getið þið ímyndað ykkur að ekki ein manneskja gat framkvæmt þetta rétt?!

FLÖH! þetta er voða spennó allt =)

ARNA ER AÐ KOMA TIL MÍN!!!! YAAAAAAAAAAAAAYY!!!! Jésús mig hlakkar svo til að ég er gjörsamlega að kúka á mig! Það er ekki það að maður sé ekki að eignast vini hérna... en ROSALEGA geta englendingar verið bara fokk ass leiðinlegir! Nei ég ýki nú kanski soldið, það sem ég meina er að þegar maður er að kynnast englending þá eru þeir alltaf rosa hressir, sprækir og kurteisir, það er alltaf *englendingur* "HIYA HOW ARE YOU?!" *Haffi* "Good good and you?" *englendingur* "ACE!". Svo þegar maður ætlar sér að eiga samræður við englendinga þá hafa þeir þennan ótrúlega hæfileika til að tala alveg ótrúlega mikið um bara andskotann ekki neitt! Ég sakna þess soldið heima að maður er ekkert að spjalla við fólk nema að manni langar til og þá aðeins þegar maður hefur eitthvað að segja.

Svo er maður að fara í leikhús á morgun. Fyrst förum við á brúðusýningu í Little Angel theatre sem heitir "give us a hand" og svo um kvöldið er hópferð á Avenue Q!!!!! *GLEÐI* þá er ég að fara að sjá þennan stórfenglega söngleik í ANNAÐ skiptið! fyndið líka, við erum að borga 80 pund fyrir leikhúsferðir... við erum að fá 3 sýningar fyrir þann pening.... ekkert innifalið í því nema miðinn! við þurfum að koma okkur þangað sjálf þakka ykkur fyrir og svo drösla okkur heim líka!

HEY JÁ! pælið í því börnin góð! Englendingar og EU nemar þurfa ekki að borga nema 3500 pund fyrir skólan á meðan aumingja íslendingarnir og Japanarnir þurfa að punga út 10500 pundum!!!!! þetta er ÞREFALT DÝRARA FYRIR OKKUR!!! Ég segi skítt með fiskinn GÖNGUM BARA Í FOKKING EVRÓPUSAMBANDIÐ!!!! Þá anda ég allavega léttar ;P

ok pirri pirri pirr

hættur

No comments: